Draumar og veruleiki
An edition of Draumar og veruleiki (2020)
stjórnmál í endursýn : um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn
By Kjartan Ólafsson
Publish Date
2020
Publisher
Mál og Menning
Language
ice
Pages
568
Description:
Vinstriflokkarnir settu mikinn svip á íslensk stjórnmál síðustu aldar. Hreyfing kommúnista fór að láta að sér kveða í upphafi þriðja áratugarins og allar götur síðan áttu róttæk sjónarmið öfluga talsmenn. Í þessu mikla ritverki Kjartans Ólafssonar er fjallað um lykilpersónur, átök og atburði í sögu Kommúnistaflokks Íslands og Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins. Enginn núlifandi Íslendingur hefur betri innsýn í þessa sögu en Kjartan, en hann starfaði um árabil innan vinstrihreyfingarinnar og þekkti persónulega flesta þeirra sem hér koma við sögu. Bókina byggir hann á marvíslegum gögnum og leitar meðal annars í nýframkomnar heimildir úr íslenskum, rússneskum og þýskum skjalasöfnun. Kjartan Ólafsson skipulagði fyrstu Keflavíkurgönguna árið 1960 og var einn stofnenda Samtaka hernámsandstæðinga sama ár. Hann starfaði í innsta hring Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, sat um tíma á Alþingi og var um árabil ritstjóri Þjóðviljans.
subjects: Political parties, Politics and government, Kommúnistaflokkur Íslands, Alþýðuflokkurinn
Places: Iceland